Tilkynnt var í Kauphöll um tvær tillögur sem lagðar verða fyrir aðalfund Skeljungs þann 27. maí næstkomandi. Tillögurnar eru frá 365 miðlum sem er stærsti eigandi Skeljungs, með um 10% hlut.

Fyrri tillagana lýtur að því að bréf í Skeljungi verði færð niður fyrir sem nemur 4,6%. Í því felst að lækka þarf hlutafé félagsins um rúm 99 milljóna króna að nafnvirði þannig að heildarhlutafé verði að lokinni breytingu 2.052.527.326 krónur.

Í athugasemd með tillögunni segir að Skeljungur sé í dag eigandi að hlutafé í sjálfum sér, sem sé að markaðsverði tæplega 840 milljónir króna. Að mati 365 er þetta hlutafé betur komið í höndum hluthafa, heldur en félagsins sjálfs og reikningslegar forsendur í efnahagi Skeljungs til þess að taka ákvörðun um lækkun hlutafjárins. Við mat á því verði að hafa í huga að efnahagur Skeljungs sé sterkur og engin sjáanleg ástæða í nánustu framtíð að þetta hlutafé verði notað í þágu rekstrarins.

Seinni tillagana lýtur að því veita stjórn Skeljungs verði veitt heimild til að kaupa allt að 10% af heildarhlutafé félagsins að nafnvirði um 2 milljóna króna.

Í athugasemd segir um síðari tillöguna að ljósi fyrri tillögunnar hér að ofan hafi myndast frekara svigrúm að lögum til endurkaupa eigin hluta. 365 telji það góða fjárfestingu af hálfu félagsins að ráðast í endurkaup á eigin hlutum og að til þess sé svigrúm í rekstri og efnahagi Skeljungs. Því telji 365 mikilvægt að stjórn Skeljungs hafi ýtrustu heimild sem lög leyfa til endurkaupa.