Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um innköllun á tveimur vörum. Annars vegar einni framleiðslulotu af síldarkrukku úr gleri. Fyrirtækið ÍSAM hefur ákveðið að taka úr sölu og innkalla eina framleiðslulotu af Ora Sinnepssíld 335g eftir að það fannst glerbrot í einni krukkunni.

Hins vegar hefur Kólus að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlitið, innkallað Gammeldags Lakrids í 350 g umbúðum vegna þess að brot úr hörðu plasti fannst í einum pokanum.