Í vikunni hefjast viðræður um gerð tvísköttunarsamnings við Japan. Þetta kemur fram á heimasíðu Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Fyrsti formlegi fundur samninganefnda ríkjanna fer fram í Tókýó og hefst fundurinn þann 17. maí næstkomandi.

Fyrir íslensku samninganefndinni fer Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu skattamála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, en auk hennar eiga sæti í nefndinni Ása Ögmundsdóttir lögfræðingur í ráðuneytinu og Guðrún Jenný Jónsdóttir, sviðstjóri á alþjóðasviði ríkisskattstjóra.