Faxaflóahafnir fengu í heildina 11,2 milljónir króna í tekjur af skemmtiferðarskipum það sem af er ári, en á síðasta ári námu þeir 597 milljónum króna og voru 14% af heildartekjum fyrirtækisins að því er Morgunblaðið greinir frá.

Þannig var tekjusamdrátturinn 586 milljónir króna, en í byrjun ársins hafði verið gert ráð fyrir 187 skipakomum með 203.214 farþega, en að lokum komu einungis tvö skip, annað einu sinni, hitt sex sinnum, vegna kórónuveirufaraldursins.

Á næsta ári er hins vegar búið að bóka 204 skipakomur með 228,261 farþega, en á síðasta ári voru þeir 188.630 í 190 skipakomum.