Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian Air Shuttle tilkynnti um það í gær að meira en tvöfalt fleiri fleiri hefðu viljað kaupa bréf í hlutafjárútboði félagsins en bréfin sem voru í boði. Hefði félagið fengið áskriftir að 190,8 milljón hlutum þegar félagið hefði boðið 90,8 milljón hluti.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í síðasta mánuði hyggst félagið safna um þremur milljónum norskra króna, eða sem samsvarar um 42 milljörðum íslenskra króna í hlutafjárútboði sínu.

Hafði gengi bréfa félagsins þá lækkað um 70%, þrátt fyrir að ríkasti maður Noregs, John Fredriksen hyggðist ábyrgjast útgáfuna . Félagið tapaði á síðasta ári 20 milljörðum íslenskra króna, en á þessu ári hyggst félagið draga rekstrarkostnaðinn saman um 28 milljarða króna.

Fór gengi bréfa félagsins lægst í 48,5 norskar krónur þann 18. febrúar síðastliðinn, en við lokun markaða í gær var verðið komið upp í 62,82 krónur, sem er hækkun um 29%.