Hagnaður Trackwell, sem útbýr meðal annars skráningarlausnir fyrir fiskiskip, tvöfaldaðist milli ára og nam 86 milljónum árið 2019. Sala félagsins jókst um 21% milli ára og nam 518 milljónum króna. Laun og launatengd gjöld námu 294 milljónum króna og annar rekstrarkostnaður 92 milljónum. Ársverk Trackwell voru 30 í fyrra.

Sjá einnig: Kaupa helmingshlut í Trackwell

Eignir námu 376 milljónum króna í árslok, skuldir voru 98 milljónir og eigið fé 279 milljónir. Eiginfjárhlutfall Trackwell var því 74%. Sjóðstreymi félagsins var jákvætt um 48 milljónir króna á árinu þar sem rekstrarhreyfingar voru jákvæðar um 145 milljónir en fjárfestingarhreyfingar neikvæðar um 58 milljónir.

Sjá einnig: Samningur fyrir hundruð milljóna

Stjórnin leggur til að félagið greiði 60 milljónir króna í arð. Jón Ingi Björnsson er framkvæmdastjóri félagsins en Hermann Gíslason á 30% hlut.