Samfélagsmiðlarisinn Twitter hefur gengið frá kaupum á hönnunarfyrirtækinu Ueno, sem Haraldur Þorleifsson stofnaði árið 2014. Það er Dantley Davis, framkvæmdastjóri stafrænna miðla hjá Twitter, sem greinir frá kaupunum á samfélagsmiðlinum og hefur Haraldur einnig staðfest eigendaskiptin í færslu á Twitter .

Sjá einnig: Viðskiptafræðingur ársins

Fyrirtækið er með starfsstöðvar, í New York, Los Angeles,San Fransico og hér á landi. Meðal viðskiptavina Ueno eru flest stærstu tæknifyrirtæki veraldar eins og Google, Facebook og Apple og líka mörg af stærri fjármála-, samskipta- og fjölmiðlafyrirtækjum heimsins.

Sjá einnig: Óvenjuleg saga Ueno og Haraldar

Hagnaður Ueno ehf. nam 115 milljónum króna árið 2019 en 128 milljónum árið áður. Seld þjónusta jókst um 24% milli ára og nam ríflega 2,1 milljarði króna. Stöðugildi fyrirtækisins voru 64 árið 2019.

Sjá einnig: Yfir tveggja milljarða velta Ueno

Í frétt mbl.is , sem greindi fyrst frá þessu, segir að ráðgert sé að um milljarða króna sölu sé að ræða.