Viðskiptablaðið hefur áður greint frá hugmyndum Uber um flugbílavæðingu.

Fyrir skömmu gaf félagið út skýrslu, sem lýsti hugmyndum og stefnu félagsins í þessum málum.

Nú segjast stjórnendur Uber aftur á móti vilja prufa flugbíla á næstu þremur árum.

Fjallað er um málið á vef Bloomberg Technology, en líklegt er að fyrstu flugbílarnir verðir prufaðir í Dubai og Dallas.

Önnur félög munu koma að þessari þróun, þar á meðal flugvélaframleiðendur og fasteignafélög. Auk þess á ChargePoint Inc. að kanna hvernig slík tæki yrðu hlaðin.