Bandaríska tæknifyrirtækið Uber og rússneska fyrirtækið Yandex hafa sameinað leigubíla starfsemi sína í Rússlandi. Uber mun leggja niður starfsemi sína í landinu enn mun á saman tíma eignast 36,6% hlut í sameiginlegu verkefni fyrir 225 milljóna dollara fjárfestingu. Bloomberg greinir frá.

Enn á eftir að gefa sameiginlegu fyrirtæki nafn en talið er að verðmæti þess nemi um 3,73 milljörðum dollara. Yandex muni eignast 59,3% hlut í fyrirtækinu. Tigran Khudaverdyan framkvæmdastjóri leigubílaþjónustu Yandex mun stýra nýju fyrirtæki. Hlutabréfaverð Yandex hefur hækkað um 15% síðan greint var frá samkomulaginu.

Er þetta í annað skipti sem að Uber dregur sig út úr stórum markaði. Á síðasta ári lagði fyrirtækið niður starfsemi sína í Kína í skiptum fyrir 17,5% hlut í þeirra helsta samkeppnisaðila, Didi Chuxing eftir að hafa tapað um tveimur milljörðum dollara.