Leigubílafyrirtækið Uber hefur fest kaup á rafnmagnshjólaleigunni Jump að því er BBC greinir frá .

Notendur Uber gætu því á næstunni átt kost á að leigja rafmagnshjól í gegnum snjallforrit fyrirtækisins.

Jump er með höfuðstöðvar í New York borg hefur boðið upp á leigu á rafmagnshjólum í gegnum netforrit. Þjónustan hefur verið veitt með þeim hætti að ekki þarf að skila hjólunum á neinn sérstakan stað.

Uber hefur áður verið í samstarfi við Jump í San Francisco og hefur nú í hyggju að auka umsvif rafhjólaleigunnar og bjóða þjónustuna á heimsvísu.

Leigumarkaðurinn með hjól hefur farið ört stækkandi á síðustu árum og stækkað um 20% á hverju ári. Áætlað er að heildarvelta verði orðin 5,3 milljarðar evra árið 2020 eða sem nemur 645 milljörðum króna á gengi dagsins í dag.