Á fyrsta ársfjórðungi þessa ár var fjöldi starfa á íslenskum vinnumarkaði um 2.900 samkvæmt starfskráningu Hagstofu Íslands , sem er um 1,3% og aðeins minna en þau 1,5% sem var á sama tíma árið 2019.

Þegar starfskráningin var tekin, 15. febrúar síðastliðinn, voru 215.100 störf mönnuð, en Hagstofan bendir á að líklegt er að ekki sjáist áhrif af útbreiðslu veirusýkingarinnar sem veldur Covid 19 fyrr en á næsta ársfjórðungi. Hlutfall lausra starfa í ferðaþjónustu á þessum tíma va 3,9%, meðan það var 0,1% í sjávarútvegi.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í lok mars var atvinnuleysið komið í 5% í febrúar með 10.300 manns atvinnulausa, en þrátt fyrir viðbragðsáætlanir stjórnvalda hefur ástandið sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónaveirunnar haft áhrif á flestöll fyrirtæki .

Þannig fóru umsóknir um hlutabætur sem stjórnvöld hafa nú heimilað úr 4 þúsund fyrsta sólarhinginn sem opið var fyrir umsóknir í 25 þúsund tæpri viku síðar . Hægt er að skoða áhrif hlutabóta á fjárhag hvers og eins með sérstaklega þar til gerðri reiknivél.

Viðskiptablaðið fjallaði í haust um þá miklu fjölgun sem varð á því að atvinnulausir nýttu sér valkost um að taka íslenskar atvinnuleysisbætur erlendis, en hér á landi tekur mun skemmri tíma en til að mynda í Póllandi að fá fullan bótarétt.