Umhverfisdagur atvinnulífsins var haldinn í Hörpu á dögunum. Flutt voru ýmis erindi, haldnar málstofur um alþjóðaviðskipti og loftslagsmál og síðast en ekki síst þá voru umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2018 veitt.

Að þessu sinni hlaut Toyota umhverfisverðlaunin en fyrirtækið hefur meðal annars stutt við skógrækt í þrjá áratugi og fylgt því eftir með stuðningi við endurheimt votlendis. Útgerðarfyrirtækið Skinney-Þinganes fékk verðlaun fyrir framtak ársins á sviði umhverismála. Fyrirtækið hefur rafvætt fiskimjölsverksmiðju sína og gert tilraunir til að framleiða nýja orkugjafa á skip sín. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti umhverfisverðlaunin. Umhverfisdagur atvinnulífsins er árlegur viðburður. Að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Eyjólfur Árni Rafnsson, stjórnarformaður Samtaka atvinnulífsins, og Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs og fyrrverandi yfirmaður á skrifstofu loftlagssamnings Sameinuðu þjóðanna.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Rannveig Rist, forstjóri álvers Roi Tinto í Straumsvík.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku, var fundarstjóri.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður stjórnar Viðskiptaráðs Íslands.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og stjórnarformaður Icelandair Group.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur.