Verulegar lækkanir urðu á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í gær, eftir óvenjulega tilraun fjármálaráðherrans, Steven Mnuchin, til að róa markaði. Tíst frá forsetanum, Donald Trump, hvar hann gagnrýndi seðlabankann harðlega, gerði illt verra.

Mnuchin sagði á sunnudag að stjórnendur stærstu banka landsins hefðu staðfest við hann að þeir hefðu nægt lausafé til útlána og annarrar starfsemi. Markaðir höfðu hinsvegar ekki haft sérstakar áhyggjur af því tiltekna atriði, og brugðust illa við yfirlýsingunni.

Í gær tísti Donald Trump svo að eina vandamál bandarísks hagkerfis væri seðlabankinn, sem hefði ekki tilfinningu fyrir markaðnum, og skildi ekki nauðsyn tollastríða og sterks gjaldmiðils.

Gærdagurinn var versti aðfangadagur S&P 500 hlutabréfavísitölunnar frá upphafi, en hún stóð 2,7% lægri við lokun markaða í gær en við opnun, og um það bil fimmtungi lægri en þegar hún stóð hæst í september.

Umfjöllun Financial Times .