Það verður nóg að gera hjá umhverfis- og samgöngunefnd þingsins næstu vikur en alls hafa 152 umsagnir, úr ýmsum áttum, borist nefndinni vegna frumvarps Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, að lögum um hálendisþjóðgarð.

Meðan umsagnarfresturinn rann sitt skeið hefur ekki verið fjallað um málið af nefndinni en sú vinna ætti að fara brátt af stað. Áhöld hafa verið bæði meðal þings og þjóðar um frumvarpið og talsverð vinna verður að gera það lögum.