Fjórum íslenskum sjávarútvegsfyrirtækum hefur verið veitt leyfi til að selja vörur sínar til Hvíta-Rússlands þar sem að þau hafa áður verið á tímabundnum bannlista Tollabandals Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans. Þessu greinir DV.is frá.

Haft er eftir Framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum að hvítrússneskur stórkaupandi á íslenskum sjávarafurðum hafi gert íslenskum útflytjendum auðveldara fyrir. Fyrirtækin eru VSV; Ísfélag Vestmannaeyja, Skinney-Þinganes og Huginn VE í Vestmannaeyjum.

Hann tekur einnig fram að þessi fyrirtæki fá því öll leyfi til að flytja inn til Hvíta-Rússlands og að þetta hafi verið unnið í samvinnu við þeirra stærsta viðskiptavin, Santa Bremor. Útflutningurinn er þó ekki hafinn enn, en fyrirtækin hafa þó þennan valmöguleika segir í fréttinni.