Velta fjögurra stærstu endurskoðunarfyrirtækja landsins hefur aukist um 26% á frá rekstrarárinu 2014/2013 og nam 10,7 milljörðum á síðasta ári. Hagnaður fjögurra stærstu endurskoðunarskrifstofa landsins, KPMG, Delottie, PwC og Ernst & Young, hefur aukist um 88% á síðustu fjórum árum úr 492 milljónum króna rekstrarárið 2013/2014 í 925 milljónir króna rekstarárið 2016/2017. Þá hafa arðgreiðslur þeirra aukist um 53% á sama tímabili og námu 925 milljónum króna á síðasta rekstrarári.

Launakostnaður nam að meðaltali ríflega 70% af rekstrartekjum hjá félögunum fjórum. Heildarlaunagreiðslur félaganna á síðasta ári námu 7,6 milljörðum króna og hafa hækkað um 18% frá rekstrarárinu 2014/2013 en alls námu stöðugildi félaganna 584 á síðasta rekstrarári. Meðallaun á hvern starfsmann að meðtöldum lífeyrisgreiðslum og öðrum launatengdum gjöldum nema því tæplega 1,1 milljón króna á mánuði. Hlutfallslega var launakostnaður PwC lægstur og nam 64% af tekjum en launakostnaður

PWC hefur lækkað um 20% á síðustu þremur árum. Hæst var hlutfallið hjá stærsta fyrirtækinu, KPMG, eða 74% af tekjum. Launakostnaður KPMG hefur vaxið úr 2.765 milljónum króna í 3.543 milljónir króna á síðustu fjórum árum og stöðugildum fjölgað úr 211 í 263.

Samanlagðar arðgreiðslur félaganna fjögurra nema 2,5 milljörðum króna á síðustu fjórum rekstrarárum sem runnið hafa til um hundrað hluthafa félaganna. Hæstar hafa arðgreiðslurnar verið hjá Deloitte og KPMG og numið um 1,1 milljarði hjá hvoru félagi fyrir sig.

Hjá þriðja stærsta félaginu, PwC, hafa arðgreiðslurnar verið lægstar eða 140 milljónir króna en hagnaður félagsins á sama tímabili hefur numið 315 milljónum króna. Í upphafi tímabilsins var eiginfjárhlutfall félagsins lægst allra í upphafi tímabilsins og nam 13%. Nú er eiginfjárhlutfall félagsins orðið 26%, líkt og hjá Deloitte. Hjá Ernst & Young er hlutfallið 35% og KPMG er eiginfjárhlutfallið 32%. Samanlagt nema eignir félaganna 5,2 milljörðum króna og eigið fé 1,5 milljörðum króna. Stærsti eignaflokkar félaganna eru jafnan viðskiptaskuldir og handbært fé.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .