Úrvalsvísitalan hefur ekki verið lægri en hún er nú síðan 28. ágúst 2015, en þá var lokagengi hennar 1587,35 stig. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun hefur gengi bréfa í kauphöllinni lækkað skart frá opnun markaða og hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 1,81% í morgun, niður í 1.592,22 stig.

Á þessum rúmu tveimur árum síðan vísitalan stóð svona lágt síðast fór hún hæst í 1951,6 stig 28. apríl á síðasta ári, og nemur lækkunin nú síðan þá tæpum 18,7 stigum.

Þegar markaðir lokuðu á fimmtudag áður en fréttist um ákvörðun stjórnmálaflokksins Björt framtíð að slíta stjórnarsamstarfinu, stóð úrvalsvísitalan hins vegar í 1709,19 stigum, og hafði hún ekki verið hærri síðan 25. ágúst þegar hún hafði síðast farið yfir 1700 stig.

Síðan þá hefur lækkunin numið rúmlega 7,1%, en eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá hafa lækkunin þurrkað út ríflega 35 milljarða verðmæti úr kauphöllinni.