Úrvalsvísitala hlutabréfa hækkaði um 0,65% í dag og endaði í 1.719,76 stigum. Frá áramótum hefur hún hækkað um 31,18%. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,13% en hún hefur hækkað um 9,74% frá áramótum.

Gengi hlutabréfa í Regins hækkaði mest á markaði í dag eða um 1,72% og námu viðskipti bréfanna rúmum 125 milljónum. Einnig hækkuðu bréf Haga um 1,42% og Icelandair um 0,98%. Þá lækkuðu Eik fasteignafélag og TM lítillega eða um 0,67% og 0,48%.

Veltan á hlutabréfamarkaði nam rúmum 583,3 milljónum og viðskipti með skuldabréf námu um 4,8 milljörðum króna.