Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,5% í 1,6 milljarða viðskiptum og endaði í 1.798,05 stigum við lokun markaða í dag. Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði einnig um 0,21% í dag og stóð í 1.351,91 stigi eftir viðskipti dagsins sem námu tæpum 2,5 milljörðum króna.

Gengi bréfa HB Granda hækkuðu mest, eða um 1,48% í 46 milljón króna viðskiptum og standa bréfin nú í 30,90 krónum. Næst mest hækkun var á gengi bréfa N1 sem hækkuðu um 0,63% í 282 milljón króna viðskiptum. Fæst nú hvert bréf félagsins á 119,50 krónur.

Mest lækkun var á gengi bréfa Össurar í afar litlum viðskiptum en þar á eftir var lækkunin mest á bréfum Fasteignafélagsins Eikar, sem lækkuðu um 1,33% niður í 10,35 krónur hvert bréf í tæpum 45 milljón króna viðskiptum.

Mest voru viðskiptin með bréf Marel en þau námu um 484 milljónum króna en bréf félagsins lækkuðu um 0,9% niður í 330,00 krónur í dag.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,4% í dag í 1,6 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,1% í dag í 0,5 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,2% 0,1 milljarðs viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 0,4 milljarða viðskiptum.