Úrvalsvísitala kauphallarinnar Nasdaq Iceland lækkaði um 1,07% í dag og endaði i 1.783,25 stigum. Vísitalan hefur lækkað um 5,17% frá áramótum.

Í dag lækkaði mest gengi bréfa í Icelandair Group, eða um 2,07% í viðskiptum sem hljóða upp á 550,5 milljónir króna. Verð á hvert bréf félagsins nemur 30,80 krónum á hlut. Gengi bréfa lækkaði einnig, eða um 1,72% í 95,96 milljóna viðskiptum. Verð á hvert bréf nemur þá 31,45 krónum. Eimskip lækkaði um 1,46% í rúmlega 83,8 milljón króna viðskiptum.

Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,12%. Óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,03% og verðtryggði hlutinn um 0,13%. Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,13% í dag. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,18% og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,04%.