Úrvalsvísitala Nasdaq Iceland lækkaði um 1,09% í viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1.683 stigum. Hlutabréfaviðskipti dagsins námu einungis 1.376  milljónum króna.

Aðalvísitala Skuldabréfa lækkaði um 0,02% niður í 1.246,98 stig í 4,3 milljarða viðskiptum.

Hverjir hækka og lækka?

Af félögum í Úrvalsvísitölu lækkaði gengi bréfa Eimskipafélags Íslands mest, eða um 2,09% 58,5 milljón króna viðskiptum. Einnig lækkaði gengi bréfa Icelandair talsvert, eða um 2,05% í 118,9 milljón króna viðskiptum. Gengi bréfa Haga lækkaði um 1,57% í 85,3 milljón króna viðskiptum.

Utan Úrvalsvísitölufélaga hækkaði gengi bréfa í Nýherja talsvert, eða um 2,71% í 103 milljón króna viðskiptum. Gengi bréfa Sjóvá-Almennar tryggingar, lækkaði um 1,83% í 66,1 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,3% í dag í 2,2 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 1% í dag í 1,3 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði lítillega í dag í 0,9 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,1 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega í 0,8 ma. viðskiptum.