Útgjöld Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) námu 40 milljörðum króna í fyrra og jukust um 3,1 milljarð eða 8,4% milli ára. Útgjöldin námu 23,4% af útgjöldum hins opinbera til heilbrigðiskerfisins á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýjum staðtölum á heimasíðu .

Stærstur hluti útgjalda SÍ – 10 milljarðar eða rúmlega fjórðungur – var lækniskostnaður og rannsóknir. Næststærsti hlutinn eða tæplega 21% fór í lyf og 18,1% fjárins rann til lyfja með S-merkingu. S-merkt lyf eru sjaldgæf eða sérhæfð lyf. Hlutfall lyfjakostnaðar af heildarútgjöldum SÍ árið 2016 er því 39%.

Lyfjakostnaður lækkaði milli 2015 og 2016 um 2%, en kostnaður vegna S-merktra lyfja jókst um rúmlega 1%.

Kostnaður vegna hjálpartækja og næringar nam 4,2 milljörðum, tannlækninga 3,2 milljörðum, þjálfunar 2,7 milljörðum og sjúkrakostnaður erlendis vegna brýnnar meðferðar rúmlega 2 milljörðum.