Mikil hefur verið fjallað um uppsafnaða þörf á byggingu íbúða á höfuðborgarsvæðinu og skort á framboði af byggingarlóðum. Úlfarsárdalurinn hefur þar löngum verið nefndum sem fýsilegt byggingarsvæði en borgarstjórnarmenn hafa þó deilt nokkuð um fjölda þeirra byggingarlóða sem úthluta á á svæðinu.

Á heimasíðu Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir 1.300 íbúðum í dalnum. Enn er ekki komin dagsetning á það hvenær lóðunum verði úthlutað á svæðinu en vonir höfðu þó staðið til þess að það yrði á næstu dögum. Áhugasamir kaupendur hafa nú hinsvegar fengið þau svör að nokkuð sé í að lóðirnar verði boðnar út og að það verði ekki fyrr en í fyrsta lagi í haust.