Íbúðalánasjóður lánaði 451 milljón króna, þar af 428 vegna almennra lána, í september. Almenn útlán í september 2014 voru 286 milljónir króna og þetta því um helmings hækkun milli ára. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir september sem var birt í dag.

Hlutfall einstaklinga í vanskilum lækkaði í mánuðinum en í lok september nam fjárhæð vanskila útlána til einstaklinga 3,5 milljörðum króna og var undirliggjandi lánavirði 34,5 milljarðar króna eða um 6,24% útlána sjóðsins til einstaklinga. Til samanburðar var hlutfallið 6,58% í ágúst.

Heimili í vanskilum eru 4,01% í september 2015, sama hlutfall var 5,79% í september í fyrra.

Íbúðalánasjóður átti ennþá 1.471 fullnustueign í lok mánaðins, þarf af eru 7,3 í almennri sölumeðferð hjá fasteignasölum.  Í september voru alls 55 eignir voru seldar en 23 nýjar fullnustueignir bættust við eignasafn Íbúðalánasjóðs. Frá áramótum hafa 673 eignir verið selda en 255 hafa bæst við.