Seðlabankinn tilkynnti í morgun að fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hafi ákveðið að lækka 2% kröfu um sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki og verður hann 0%. Útlánageta bankanna eykst um 350 milljarða króna vegna þessa.

Jafnframt kemur fram að í tilkynningunni að nefndin muni ekki hækka sveiflujöfnunaraukann á næstu 12 mánuðum og verður hann því óbreyttur samkvæmt þeim reglum sem um hann gilda í að minnsta kosti tvö ár.

Áður hafði seðlabankinn lækkað bindiskyldu sem eykur útlánagetu bankanna um 40 milljarða. Samtals hefur útlánageta bankanna því aukist um 390 milljarða króna á einni viku, vegna ákvarðana Seðlabankans.