Útlitið í fluggeiranum er áfram mjög dökkt að mati stjórnenda eins stærsta flugfélags heims. Frá þessu er greint á vef Túrista .

Stjórnendur United Airlines búast við því að þangað til það verður hægt að bólusetja gegn COVID-19 þá verði tekjur félagsins í mesta lagi helmingur af því sem var 2019. Þetta kom fram í máli framkvæmdastjóra flugfélagsins á fundi með fjárfestum í fyrradag.

Félagið á ennþá töluvert í að ná þessu helmings hlutfalli og stjórnendur félagsins hafa ekki sagt hvenær þeir telji að tekurnar verði það miklar.

Á öðrum ársfjórðungi þessa árs þá nam svokallaður fjármagnsbruni hjá United Airlines að jafnaði um 40 milljónum dollara á dag. Það jafngildir um 5,6 milljörðum króna. Á yfirstandandi fjórðungi er gert ráð fyrir að upphæðin fari niður í 25 milljónir dollara á sólarhring eða niður í þrjá og hálfan milljarð króna.