Icelandair og WOW air stóðu undir 73% af öllum brottförum frá Keflavíkurflugvelli síðastliðinn janúar, en erlend flugfélög voru með fjórðu hverju brottför. Flugfélögin tvö eru með stærstan hluta af alþjóðafluginu héðan, en erlendu flugfélögin sækja á. Þetta kemur fram í frétt á vef Túrista .

Að jafnaði var boðið upp á 58 áætlunarferðir á degi hverjum frá Keflavíkurflugvelli síðastliðinn janúar. Er það aukning um átta brottfarir á dag.

Hlutdeild erlendu flugfélaganna í brottförum jókst lítillega í janúar samkvæmt fyrri talningu Túrisa á daglegri flugumferð um Keflavíkurflugvöll. Hlutur þeirra í brottförum hefur aukist töluvert síðustu ár og sérstaklega hefur hlutdeild Icelandair dregist saman. Þannig stóð Icelandair undir 72% afa allri umferðinni í janúar 2014, en í síðasta mánuði var vægi félagsins um 30% lægra.

Vægi Akureyrarflugs Air Iceland Connect í brottförum frá Keflavíkurflugvelli var um 1% í síðasta mánuði.