Seyðisfjörður ber höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög hvað varðar fjármagnstekjur á hvern íbúa í fyrra. 408 framteljendur á Seyð­isfirði höfðu samtals 1.660 milljónir króna í fjármagnstekjur, sem gerir 339 þúsund krónur á mánuði á mann. 41% allra tekna Seyðfirðinga voru fjármagnstekjur. Hvergi á landinu var hlutdeild fjármagnstekna í heildarteknum jafn há og hvergi uxu þær jafn mikið á tímabilinu 2012-2014 miðað við tölur ríkisskattstjóra.

Í Vestmannaeyjum voru fjármagnstekjur á mann í fyrra um 182 þúsund krónur á mánuði. 24% allra tekna íbúa Vestmannaeyja voru fjármagnstekjur. Meðalfjármagnstekjur í Garðabæ voru 85 þúsund krónur á mánuði og voru 12% allra tekna Garðbæinga fjármagnstekjur. Í Reykjavík voru fjármagnstekjur tæp 8% af heildartekjum. Landsmeðaltalið er 7,4 prósent.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .