Katrín Jakobsdóttir sagðist tilbúin að grípa til frekari aðgerða, verði þess þörf, í ávarpi á ársfundi Seðlabankans í vikunni.

Forsætisráðherra sagði bæði ríkissjóð og Seðlabankann í afar sterkri stöðu, skuldastaða heimila og fyrirtækja góð, og heilbrigðiskerfið stæði vel.

„Við lærðum á síðustu efnahagskrísu að gera við þakið á meðan sólin skín. Ríkissjóður stendur vel og Seðlabankinn stendur vel vegna þess að við höfum búið vel í haginn," sagði Katrín.

Baráttan við faraldurinn væri óvissuferð, og vafalaust yrðu gerð mistök, en unnið væri út frá bestu upplýsingum, sem tryggt yrði gagnsæi um. „Einu sinni var ég spurð í kosningaþætti fyrir kosningarnar 2009 um hvaða áhrif hrunið myndi

hafa. Ég svaraði því til að laun myndu lækka og skattar hækka. Einu sinni var ég spurð í kosningaþætti fyrir kosningarnar 2009 um hvaða áhrif hrunið myndi hafa. Ég svaraði því til að laun myndu lækka og skattar hækka. Ég varð ekki mjög vinsæl af þessu svari. Á svona tímum skiptir hins vegar meira máli að vera raunsær og hreinskilinn en vinsæll," sagði Katrín í ræðunni.