Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum, að því er kemur fram í frétt á visir.is.  Valitor er dótturfélag Arion banka en uppsagnirnar eru ekki hluti þeirra 100 uppsagna hjá Arion sem gerðar voru í morgun.

Í samtali við visir.is segir Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors, að félagið hafi þurft að grípa til uppsagna vegna breytts samkeppnisumhverfis og viðvarandi tapreksturs.

„Rekstur Valitor hefur gengið brösuglega síðustu misseri, þannig tapaði fyrirtækið næstum 2,8 milljörðum króna á fyrri helmingi þessa árs og 1,9 milljörðum árið áður. Þá féllst Valitor á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions 1,2 milljarða króna í júlí, skaðabætur fyrir að slíta samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til WikiLeaks sumarið 2011.“