Í aprílmánuði nam fjármagnsinnflæði í íslensk ríkisskuldabréf 1,6 milljörðum króna en slík vaxtamunaviðskipti stöðvuðust í kjölfar þess að nýjar reglur Seðlabankans, svonefnt fjárstreymistæki, voru settar á júní síðastliðnum, en hafa nú hafist á ný eftir 10 mánaða hlé.

Þar áður höfðu þær numið samanlagt um 80 milljörðum á því eina ári sem liðnar voru síðan stjórnvöld kynntu áætlun um losun fjármagnshafta. En nýtt innflæði kemur til af fjárfestingum sjóða í stýringu Eaton Vance af því er Fréttablaðið greinir frá.

Reglurnar kveða á um að 40% af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skuldabréfum þurfi að binda í eitt ár á 0% vöxtum, og var markmið þeirra að draga úr innflæði fjármagns sem væri gagngert til þess ætlað að græða á hærri vöxtum hér á landi en annars staðar, og stuðla þannig að fjármálastöðugleika.

Um 19 milljarða fjárfesting það sem af er ári

Sjóðir Eaton Vance hafa jafnframt fjárfest í skráðum félögum hér á landi frá árinu 2015, en hvort tveggja háir vextir sem og væntingar um styrkingu krónunnar eru taldar ráða þessum fjárfestingum. Hafa erlendir sjóðir keypti í skráðum félögum fyrir um 19 milljarða á fyrstu fjórum mánuðum ársins, en á árinu 2016 námu slíkar fjárfestingar 11 milljörðum samanlagt.

Mikill hagnaður hefur orðið af fjárfestingum þeirra sem keyptu skuldabréf í gegnum nýfjárfestingarleið Seðlabankans á árinu 2015. Til dæmis gæti 10 milljarða fjárfesting í skuldabréfum sem eru til lengri tíma í ágúst 2015, eins og RB31, sem kölluð eru löng skuldabréf, hafa skilað um 3 milljarða gengishagnaði nú. Þar til viðbótar kæmu svo einn milljarður króna í vaxtagreiðslur.