Umfangsmikil tölvuárás sem gengur nú yfir heiminn hefur læst hundruð þúsundum tölva.

Árásirnar eru svokallaðar gagnagíslatökur (e. ransomware) og lýsa sér þannig að tölvur eru sýktar með vírus sem dulritar gögnin á tölvunni og kemur þannig í veg fyrir að notandinn komist í gögnin sín.

Spákaupmenn virðast þó sjá tækifæri í þessum árásum en kauphallarsjóðir sem fylgja gengisþróun fyrirtækja í netöryggisgeiranum hafa hækkað umtalsvert í dag.

Tveir helstu kauphallarsjóðirnir á þessu sviði eru PureFunds ISE Cyber Security ETF (HACK) og First Trust Nasdaq Cybersecurity ETF (CIBR).

Fyrri sjóðurinn hefur hækkað um ríflega 3,23% það sem af er degi, en sá síðari um 2,67%.