Með uppkveðnum úrskurði þann 30. maí 2018 var félagið Vefpressan tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í lögbirtingarblaðinu.

Fram kemur í tilkynningunni að skorað er á alla þá, sem telja til skulda eða annarra réttinda á hendur búinu eða eigna í umráðum þess, að lýsa kröfum sínum fyrir undirrituðum skiptastjóra í búinu innan tveggja mánaða frá fyrri birtingu innköllunar.

Skiptafundur til að fjalla um skrá um lýstar kröfur og ráðstöfun á eignum og réttindum búsins verður haldinn á skrifstofu skiptastjóra að Laugavegi 7, Reykjavík, á ofangreindum tíma.

Í fyrra greindi Viðskiptablaðið frá því að hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hafi keypt allar eignir Pressunar og tekið yfir 400 milljóna króna skuld fyrirtækisins. Félög Pressunar eru meðal annars Vefpressan, DV og Eyjan. En áður höfðu vefmiðlanir DV og Pressan verið lýst gjaldþrota.