Nú kemst fátt annað að en Kórónuveiran sem læsir sig út um öll lönd. Þrátt fyrir að lengi hafi verið varað við hættunni á slíkum heimsfaraldri er merkilegt að veirur af þessu tagi hafa nánast ekki komist á blað í mörg ár.

Heimsbyggðin hefur a.m.k ekki verið forvitin um þær fyrr þegar horft er til tölfræði Google um helstu fyrirspurnir fólks í öllum löndum heims. Þrátt fyrir að veiran hafi fyrst látið á sér kræla á liðnu ári (en kínversk stjórnvöld þögðu um það framan af), þá fer ekki að bera á veiruskimun á Google fyrr en í lok janúar og tekur raunar ekki við sér fyrr en í mars. En nú fjölgar fyrirspurnum reyndar enn mikið.