Búið er að sækja um veitingaleyfi fyrir húsið við Fríkirkjuveg 11, og stofna hlutafélagið Salome ehf. utan um veitingarekstur í húsinu. Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúa Novator, segir þó að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um hvers konar veitingaþjónusta muni verða í byggingunni.

„Það er verið að sækja um veitingaleyfi til að hafa það frjálst og opið þegar og ef en vangaveltur eru ekki komnar mikið lengra en það. Það er staðan núna. Undirbúningur er ekki kominn lengra nema að sækja um þetta því tekur sinn tíma,” segir Ragnhildur.

„Það þýðir ekki endilega að það verði opnaður þarna staður sem verður opinn allan sólarhringinn alla daga. Þetta er enn mjög óljóst. Þetta er bara til að hafa öll leyfi klár þar,” segir hún.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .