Í morgun flugu allar sjö vélar Wow air til áfangastaða sinna í Evrópu og sex vélar félagsins lentu á landinu frá áfangastöðum í Norður Ameríku. Til viðbótar eru sex flug á áætlun hjá félaginu í dag.

Eins og Viðskiptablaðið hefur ítarlega fjallað um hefur fjárhagsstaða félagsins verið erfið , en mikil umræða var um félagið í gær eftir að tvennar samningaviðræður um aðkomu að félaginu runnu út í sandinn . Hafa kröfuhafar félagsins samið um að breyta skuldum í 49% eignarhlut í félaginu.

Tvær vélar félagsins voru kyrrsettar í annars vegar Kanada og hins vegar Kúbu í gær, að kröfu kínverskra eigenda þess , en aðrir eigendur véla félagsins, sem Viðskiptablaðið birti í gær , virðast ekki hafa fylgt í þeirra fótspor.

Vélarnar sem fóru út í morgun eru:

  • 6:00 vélin til Amsterdam fór 5:49
  • 6:00 vélin til Berlín fór 5:59
  • 6:00 vélin til Frankfurt fór 5:37
  • 6:00 vélin til París fór 5:52
  • 6:20 vélin til London fór 6:26
  • 6:30 vélin til Kaupmannahafnar fór 6:20
  • 6:55 vélin til Dublin fór 6:26