Velta jókst í flestum einkennandi greinum ferðaþjónustu í mars og apríl 2017 miðað við sömu mánuði í fyrra. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands um veltu í virðisaukaskattskyldri starfsemi jókst velta hjá ferðaskrifstofum og ferðaskipleggjendum um 23,3% á milli ára, velta gististaða og veitingareksturs um 18,6% og velta í bílaleigu um 25,2%.

Á sama tíma dróst velta í sjávarútvegi saman um 9,4% og velta í heild- og umboðsverslun með fisk saman um 18,6% miðað við sama tíma í fyrra. Þá jóskt velta í byggingarstarfsemi um 20,5%