Velta verslana Smáralindar jókst um 9% á fyrstu sjö mánuðum ársins, samanborið við sama tíma í fyrra, þrátt fyrir miklar samkomutakmarkanir á síðustu mánuðum sökum Covid. Þetta kemur fram í fjárfestakynningu Regins, sem á Smáralind, samhliða árshlutauppgjöri fyrir annan ársfjórðung.

Veltuaukningin nam 30% í maí og 24% í bæði júní í júlí. Það sést einnig að gestafjöldi jókst minna en veltan á síðustu þremur mánuðum og því hefur meðaleyðsla á hvern gest einnig aukist milli ára. Hins vegar var meira en 25% samdráttur í veltu í mars og apríl.

Reginn rekur einnig Hafnartorg en fram kemur að þrír aðilar hafi opnað verslanir í húsnæðinu á öðrum ársfjórðungi. Velta rekstraraðila á á Hafnartorgi frá opnun er orðin tæplega tveir milljarðar.

Skjáskot úr fjárfestakynningu Regins.

Veltuaukning í Smáralind - fyrstu sjö mánuðir 2020
Veltuaukning í Smáralind - fyrstu sjö mánuðir 2020