Seinasta mánuð eða svo hefur evran haldið sér nálægt 125 krónum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans . Hún hefur nokkrum sinnum farið tímabundið yfir 125 kr. (fór hæst í 126,5 21. júní), en hefur enn sem komið er alltaf farið aftur niður fyrir 125.

Eftir mjög rólega fyrstu 5 mánuði ársins á millibankamarkaði með gjaldeyri, jókst veltan verulega milli mánaða í júní. Alls var veltan í júní 22, ma.kr. Þetta var rúmlega tvisvar sinnum meira en að meðaltali fyrstu fimm mánuði ársins.