Viðsnúningur varð í rekstri Sentor á síðasta ári. Félagið velti 1.150 milljónum króna í fyrra sem er töluverð aukning frá árinu á undan þegar veltan nam 638 milljónum. Þá jókst hagnaður úr 8 milljónum króna í 69 á milli ára.

Eigið fé Sentor nam 184 milljónum um áramótin síðustu en 115 um fyrri áramót. Skuldir lækkuðu úr 300 milljónum í 258 á síðasta ári. Handbært fé frá rekstri jókst úr 43 í 75 milljónir króna á árinu 2021.

Fasteignasalarnir Ástþór R. Guðmundsson. stjórnarformaður Sentor, Gunnar S. Harðarson og Þórarinn A. Sævarsson eiga 30% hlut hver í Sentor. Magnús Filip Sævarsson, framkvæmdastjóri RE/ MAX Ísland, á 5%, sem og Sveinn Gíslason fasteignasali.