Verð á frosnum appelsínusafa hefur rokið upp á hrávörumörkuðum á síðustu dögum. Eitt pund af frosnum safa kostar nú 1,21 dollara og hefur hækkað um meira rúmlega 22% síðastliðin mánuð. Um er að ræða mestu hækkun á appelsínusafa á einum mánuði í tæplega fimm ár.

Samkvæmt frétt BBC þar sem rætt er við sérfræðing á hrávörumörkuðum skýrist verðhækkun síðustu vikna af því að verðhækkunin skýrsist bæði af því að eftirspurn hafi að hluta til aukist vegna útbreiðslu kórónuveirunnar vegna góðra áhrifa appelsínusafa á ónæmiskerfið þó vissulega megi efast um að hátt c-vítamín magn safangs geti haldið veirunni frá.

Á sama tíma hefur framboð á heimsmarkaði dregist saman þar sem minna umfang í fraktflugi hefur gert það að verkum að ekki er hægt að anna fyllilega eftirspurn á mörkuðum. Þá hefur einnig dregið úr framleiðslu þar sem starfsfólki á appelsínuekrum hefur fækkað vegna ráðstafanna til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar.