Vísitala neysluverðs á verðlagi í desember 2016 er 439 stig (maí 1988 = 100) og hækkar um 0,14% frá nóvember. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Hagstofunnar.

Án húsnæðis stendur vísitalan í 392,7 stigum og lækkar um 0,18% frá fyrri mánuði.

Tólf mánaða taktur vísitölu neysluverðs hækkaði um 1,9% og án húsnæðis hefur hún lækkað um 0,8%. Á sama tíma í fyrra var verðbólgan 2%. Innlendar vörur án búvöru hafa hækkað um 1,3% síðastliðið ár og verðhjöðnun á innfluttum vörum nemur 3,5%.

Kostnaður við búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 1,6%.