Verðbólga á evrusvæðinu mældist 1,9% í apríl. Hún hækkaði milli mánaða en verðbólga var 1,5% í mars. Í febrúar mældist verðbólgan 2% og hafði ekki verið hærri í fjögur ár. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Verðbólgumarkmið evrópska seðlabankans er um 2% eða aðeins undir. Mario Draghi, seðlabankastjóri evrópska seðlabankans, sagði í dag að staða efnahags evrusvæðisins væri „nokkuð stöðug“, en þó ekki nógu góð til þess að hækka stýrivexti. Seðlabankinn hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum í 0% og halda áfram að kaupa skuldabréf til þess að örva efnahaginn á evrusvæðinu.