Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í maí 2019, er 468,0 stig og hækkar um 0,21% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 400,2 stig og hækkar um 0,20% frá apríl 2019.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,6% en vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 3,1%.

Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 8,9% frá fyrra mánuði. Verð á bensíni og olíum hækkaði um 3,1% milli mánaða.