Verðbólga í Japan lækkar áfram. Fimmta mánuðinn í röð lækkar neysluverð sem eykur þrýsting um að auka hvata með eyðslu ríksins. Vísitala neysluverðs í Japan lækkar um 0,4% í júlí 2016.

Samkvæmt nýjum gögnum frá ríkisstjórninni kemur fram að lækkunin var sú mesta í þrjú ár. Þrátt fyrir tilraunir Tókýó til að koma efnahagnum í samt lag virðist lítið ganga. Þrátt fyrir að síðustu þrjú ár hafa farið í að endurlífga efnahag Japans þá er ríkið langt undir verðbólgumarkmiði sem var 2%.

Shinzo Abe forsætisráðherra Japan, hefur meðal annars ráðist í aðgerðir til þess að reyna að auka örvun í efnahagnum. Í júlí eyddi ríkisstjórnin 28 þúsund milljarða jena í slíkar aðgerðir.