Tímaritið Economist fjallaði í haust ítarlega um nýja stöðu peningamála í ljósi þess að þróun efnahagsmála í heiminum hafi dregið í efa margar af lykilforsendum peningastefnunnar sem helstu seðlabankar heimsins hafa unnið eftir um áratuga skeið. Helst er það óvenjulegt og ófyrirséð þróun verðbólgu í heiminum sem komið hefur stjórnendum seðlabanka og fræðimönnum í opna skjöldu. Sú stefna í peningamálum sem helst endurspeglar þjóðhagfræði nútímans er kennd við verðbólgu og því má segja að þessi nýja staða vegi að hjarta stefnunnar.

Sjá einnig: Sérlenska Seðlabankans í breyttum heimi

Seðlabankar hafa ítrekað reynst hafa rangt fyrir sér hvað þróun verðbólgunnar varðar og nú þegar neikvæðir raunvextir og inngrip seðlabanka á skuldabréfamarkaði virðast hafa fest sig í sessi er ósamræmið orðið slíkt að endurskoðun á stefnunni er óhjákvæmileg. Það eru í sjálfu sér tíðindi að tímaritið Economist skuli hafna verðbólgumarkmiðum við stjórn peningamála og kalla eftir nýrri stefnu, þar sem blaðið er virtasta og elsta útgáfa um efnahagsmál í heiminum.

Þótt ritstjórn Economist voni að fræðimenn og stjórnendur seðlabanka beri gæfu til að endurskoða stefnuna niður í kjöl óttast hún hins vegar að breytingar verði ekki gerðar nema þegar í óefni er komið. Saga afleiðinga misráðinna stefna í peningamálum er vonandi nægilega afdráttarlaus þannig að svo fari ekki.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .