Árshækkun vísitölu neysluverðs mældist 7,2% í apríl sem er um 0,5 prósentustiga hækkun frá því í mars þegar verðbólgan mældist 6,7%. Vísitalan hækkaði um 1,25% á milli mánaða. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,99% frá síðasta mánuði og hefur nú hækkað um 5,3% á ársgrunni.

Í tilkynningu Hagstofunnar segir að verð á mat og drykkjarvörum hafi hækkað um 1,4% frá fyrri mánuði. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, eða reiknuð húsaleiga, hækkaði um 2,4% og verð á flugfargjöldum til útlanda hækkaði um 22,9% á milli mánaða.

Sjá einnig: Spá því að stýri­vextir verði 3,75% í júní­lok

Næsta ákvörðun peningastefnunefndar er boðuð þann 4. maí næstkomandi. Í febrúar hækkaði nefndin stýrivexti um 0,75 prósentur og standa þeir nú í 2,75%. Stýrivextir hafa hækkað úr 0,75% í 2,75% frá maí 2021.

// <![CDATA[ !function(e,i,n,s){var t="InfogramEmbeds",d=e.getElementsByTagName("script")[0];if(window[t]&&window[t].initialized)window[t].process&&window[t].process();else if(!e.getElementById(n)){var o=e.createElement("script");o.async=1,o.id=n,o.src="https://e.infogram.com/js/dist/embed-loader-min.js",d.parentNode.insertBefore(o,d)}}(document,0,"infogram-async"); // ]]>