Vísitala neysluverðs hefur lækkað um 0,21% í júlí frá fyrri mánuði, en án húsnæðis er lækkunin 0,42%. Verðbólgan, það er vísitöluhækkunin síðustu 12 mánuði, hefur hins vegar hækkað um 3,1%, en án húsnæðis er hækkunin 2,8% að því er Hagstofan greinir frá.

Sumarútsölur hafa víða verið í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 11,2% í mánuðinum. Verð á húsgögnum lækkaði um 9,2% . Verð á flugfargjöldum til útlanda hækkaði um 6,3% frá fyrri mánuði. Verð á hótelum og veitingastöðum hækkaði um 1,9%.