Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,14% frá fyrri mánuði nú í september og stendur hún nú í 444,6 stigum. Hins vegar hefur vísitalan lækkað ef húsnæði er undanskilið, eða niður í 383,7 stig sem er lækkun um 0,21%.

Verðbólgan síðustu tólf mánuði reiknast þá sem 1,4%, en án húsnæðis mælist 3,1% lækkun hennar að því er fram kemur á heimasíðu Hagstofunnar .

Reiknuð húsaleiga, það er kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, hækkar um 1,2% í mánuðinum en föt og skór hækka um 6%. Flugfargjöld til útlanda lækka hins vegar um 18,8% og matur og drykkjarvörur um 1,3%.