Vísitala neysluverðs síðustu 12 mánuði hefur hækkað um 2,3%, en hækkunin í febrúar frá fyrri mánuði nemur 0,60%. Verðbólgan mælist því 2,3%, en án húsnæðis mælist hún 0,9% að því er segir á vef Hagstofunnar.

Hafa vetrarútsölur gengið til baka og sem dæmi þá hefur verð á fötum og skóm hækkað um 4,9%. Einnig hefur kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæðis, svokölluð reiknuð húsaleiga, hækkað um 0,7%.

Er vísitala neysluverðs nú því komin í 449,5 stig, en án húsnæðis er hún í 386,7 stigum. Miðast hún við að hafa verið 100 stig í maí 1988.